Skórnir eru gerðir úr mjúku leðri sem aðlagar sig vel að fætinum. Þessir skór eru sérstaklega góðir fyrir börn sem eru á milli skóstærða, eða eru að stækka, þar sem reimarnar gefa manni svigrúm til að þrengja eða stækka skóna. Við mælum ekki með að taka of stóra skó, því þá dansar maður upp úr þeim 🙂
Næsta pöntun er 22.september, panta þarf fyrir 23:59 þann 21.september. Haft verður samband þegar pöntunardagsetning nálgast með upplýsingum og hvort stærðin sé fáanleg. Afhendingartími getur tekið 5-10 virka daga frá 22.september.