Við mælum eindregið með að nota ballettskó í Danstækni valtímum. Þessir tilteknu ballettskór með reimum eru með auknum stuðningi undir rist til að styðja við fótinn. Það getur verið þægilegt að hafa reimarnar til að þrengja skóna.
Næsta pöntun er 22.september, panta þarf fyrir 23:59 þann 21.september. Haft verður samband þegar pöntunardagsetning nálgast með upplýsingum og hvort stærðin sé fáanleg. Afhendingartími getur tekið 5-10 virka daga frá 22.september.