Skip to content

Söngleikjadeild

Dansakademían x Tónsmiðjan

Á haustönn 2022 mun nemendum 11 ára og eldri standa til boða að sækja um að vera partur af Söngleikjadeild Dansakademíunnar og Tónsmiðjunnar. Markmið deildarinnar er að veita nemendum einstakt tækifæri til að vinna að sýningunni Söngleikjasprengjan, sem sýnd verður í lok nóvember. Nemendur þurfa að stunda nám annaðhvort hjá Dansakademíunni eða Tónsmiðjunni til að getað sótt um og því lítum við á Söngleikjadeildina sem viðbót fyrir þá sem vilja æfa oftar. Lögð verður áhersla á sjálfsstyrkingu og framkomu hvers og eins, hvort sem maður er dansari eða söngvari. 

Dans- og söngprufur fara fram föstudaginn 16.september en nánari upplýsingar koma þegar nær dregur. Að loknum prufum verður að hámarki 30 nemendum boðið pláss. 

Námskeiðið kostar 24.900 kr.

Æfingatímabil

Æfingatímabil verður frá 23.september til 24.nóvember og sýningar eru áætlaðar helgina 25.-27.nóvember. Æft verður á föstudögum kl.16:00-18:00. Tvær æfingahelgar verða 23.-25.september og 28.-30.október þar sem æft verður á föstudeginum kl.16:00-18:00 og á laugardeginum kl.12:30-15:30.

Skyldumæting er á allar æfingar og nemendur þurfa að fá leyfi ef þeir forfallast.