Skip to content

Danspartý með Skoppu og Skrítlu!

Helgina 27.-28.ágúst

skoppa1

Helgina 27.-28.ágúst munu þær Skoppa og Skrítla kíkja í heimsókn með vinsæla Danspartýið sitt!

Nú geta börn komið og dansað og sungið með vinkonum sínum öll uppáhalds lögin og uppgötvað töfrana úr leikhúsinu. Yngstu börnin, 1- 2 ára taka virkan þátt með foreldrum sínum, en eitt foreldri verður að fylgja hverju barni allan tímann. Börn á aldrinum 3-6 ára halda sjálfstæð á vit ævintýranna og eru ein inni í tímanum. Einstakt tækifæri fyrir barnið að kynnast vinkonum sínum úr sjónvarpinu á persónulegan hátt.

Námskeiðið er bæði laugardag og sunnudag og hver tími er 50 mínutur.

Tímasetningar:

1-2 ára (eitt foreldri með): laugardag og sunnudag kl.14:30-15:20

3-4 ára: laugardag og sunnudag kl.12:30-13:20

5-6 ára: laugardag og sunnudag kl.13:30-14:20