Skip to content

Forskráning á haustönn 2022

Forskráning á haustönn 2022 fer fram í gegnum Sportabler og stendur yfir til 1.ágúst.

Staðfestingargjald er 5.000kr. sem dregst af skólagjöldum haustannar, staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt. Takmarkað pláss er í alla hópa og því hvetjum við alla þá sem ætla að vera með eindregið að vera snemma í því að skrá sig. Stundatafla er birt um miðjan ágúst og haustönn hefst 5.september.

Dansakademían, eins og aðrir listdansskólar, eru ekki styrktir af sveitarfélögum eins og margar aðrar tómstundir og því skiptir það okkur miklu máli að sjá hversu margir hafa hug á að stunda dansnám hjá okkur til að getað mannað kennslu og unnið að stundartöflu sem fyrst.