Skip to content

10-12 ára

Tímasetningar: Laugardagur og sunnudagur kl.11:00-12:30

Hvar: Í Dansakademíunni, Eyravegi 38

Verð: 7.500kr*
*Þeir sem eru skráðir á sumarönn fá 20% afslátt af workshopinu, sendið tölvupóst áður en þið skráið ykkur á dansakademian@dansakademian.is til að fá afsláttinn

Á workshopinu verður kennd dansrútína innblásin af söngleiknum Mamma Mia! Chantelle er ótrúlega drífandi og skemmtilegur kennari sem er gaman að kynnast. Við mælum eindregið með að stíga út fyrir þægindarammann og skella sér á þetta stórskemmtilega workshop. 

Allir eru velkomnir á þetta workshop sama hvort þeir hafi stundað dansnám hjá Dansakademíunni áður eða ekki.

13 ára og eldri

Tímasetningar: Laugardagur og sunnudagur kl.12:30-14:30

Hvar: Í Dansakademíunni, Eyravegi 38

Verð: 8.900kr*
*Þeir sem eru skráðir á sumarönn fá 20% afslátt af workshopinu, sendið tölvupóst áður en þið skráið ykkur á dansakademian@dansakademian.is til að fá afsláttinn

Á workshopinu verður kennd dansrútína innblásin af söngleiknum Mamma Mia! Einnig verður sérstaklega lögð áhersla á dansgleði og framkomu. Chantelle er ótrúlega drífandi og skemmtilegur kennari sem er gaman að kynnast. Við mælum eindregið með að stíga út fyrir þægindarammann og skella sér á þetta stórskemmtilega workshop. 

Allir eru velkomnir á þetta workshop sama hvort þeir hafi stundað dansnám hjá Dansakademíunni áður eða ekki.

Hver er Chantelle?

Chantelle hefur komið fram í fjölda söngleikja á West End í London og víða um heim. Meðal nýlegra verkefna eru Chicago (Cambridge og Garrick Theatre), Sweet Charity (English Theatre Frankfurt), Chitty Chitty Bang Bang (leikferð um Bretland og víðar) og Joseph and the Amazing Technicolor Dreamcoat (New London Theatre).

Chantelle hefur unnið til ýmissa verðlauna sem danshöfundur. Hún var aðstoðarkóreógraf og dansþjálfari í Billy Elliot og aðstoðarkóreógrafer í Mamma Mia  í Borgarleikhúsinu. Hún var meðal annars kóreógrafað fyrir sjónvarpsþáttinn Iceland’s Got Talent. Hún var danshöfundur í kvikmyndinni Jimmy’s  Hall í leikstjórn  Ken Loach, sem var tilnefnd til gullpálmans í Cannes árið 2014.

Chantelle var danshöfundur í söngleiknum Bláa hnettinum í Borgarleikhúsinu, og hlaut Grímuverðlaunin fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins 2017. Hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir Kardemommubæinn.

Við erum svo spenntar að fá Chantelle til okkar í heimsókn enda er hún frábær listamaður og enn betri kennari!

46368161_10156833561587812_6113078633738272768_n