Nemendur 9 ára og eldri
Í leiklistartímum leggjum við áherslu á leik- og sköpunargleði. Nemendur notast við ýmsar leiklistaraðferðir og leiki til að þjálfa sjálfstraust, tjáningu, spuna og framkomu. Við viljum kenna nemendum grunnhugtök í leiklist, veita þeim tækifæri til að koma fram á sviði og kenna þeim að fá og veita uppbyggilega gagnrýni – en mikilvægast af öllu er að skemmta sér og hafa gaman! Við viljum ýta undir sjálfstæð vinnubrögð og því er mikilvægt að nemendur æfi sig heima, læri textana sína og mæti tilbúin í hvern tíma að takast á við nýjar æfingar og halda áfram frá því sem horfið var.
Á haustönn vinna nemendur að stuttum leiksýningum unnin sameiginlega með kennara og hópnum. Leiksýningarnar eru sýndar undir lok annar.
Á vorönn taka nemendur þátt í nemendasýningu Dansakademíunnar þar sem þau fá tækifæri til að leika á Stóra sviði Borgarleikhússins og búa til eitt stórt ævintýri með öllum nemendum Dansakademíunnar!
Kennt er í tveimur aldurshópum: 9-11 ára og 12-15 ára. Hvor aldurshópur æfir 1×90 mínútur í viku.
Það þarf ekki að vera í dansnámi hjá Dansakademíunni til að sækja námskeiðið. Námskeiðið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á leikhúsi og leiklist! Nemendur Dansakademíunnar sem stunda almennt jazzballettnám fá 20% afslátt af leiklistarnámskeiði.