

Nemendur 9 ára og eldri



Í almennum leiklistartímum leggjum við áherslu á leik- og sköpunargleði. Nemendur notast við ýmsar leiklistaraðferðir og leiki til að þjálfa sjálfstraust, tjáningu, spuna og framkomu. Við viljum kenna nemendum grunnhugtök í leiklist, veita þeim tækifæri til að koma fram á sviði og kenna þeim að fá og veita uppbyggilega gagnrýni – en mikilvægast af öllu er að skemmta sér og hafa gaman! Í þessum tímum er ekki er áhersla að læra texta heldur leggjum við upp úr spuna- og sköpunaræfingum og henta tímarnir því öllum óháð því hvort þau vilji koma fram eða ekki.
Kennt er í tveimur aldurshópum: 9-11 ára og 12-15 ára. Hvor aldurshópur æfir 1×70 mínútur í viku.
Kennari námskeiðisins er Maria Araceli.
Það þarf ekki að vera í dansnámi hjá Dansakademíunni til að sækja námskeiðið. Námskeiðið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á leikhúsi og leiklist! Nemendur Dansakademíunnar sem stunda almennt jazzballettnám fá 20% afslátt af leiklistarnámskeiði.

Sýningarleiklist eru valtímar fyrir alla leiklistarnemendur sem vilja koma fram og sýna í Borgarleikhúsinu. Inntökuprufur eru í tímana og verða þær haldnar 25.janúar fyrir vorönn 2025 og hefst námskeiðið 3.febrúar. Takmarkað pláss er í sýningarleiklist þar sem hlutverk eru takmörkuð og valið er sérstaklega í hlutverk. Í þessum tímum er mikilvægt að nemendur æfi sig heima, læri textana sína og mæti tilbúin í hvern tíma til að halda áfram frá því sem horfið var. Við viljum nýta æfingatímann okkar vel og hvetja nemendurnar að temja sér sjálfstæð vinnubrögð, líkt og leikari í leikhúsi þarf að gera.
Til að getað sótt þessa tíma þarf að vera nemandi í almennum leiklistartímum og eru þessir tímar hugsaðir sem viðbótarnám.
Kennt er í einum blönduðum aldurshóp sem ræðst af hlutverkaskipan.