Fréttir
Skráning á vorönn 2022 er hafin
20.nóvember 2021
Skráning á vorönn 2022 stendur nú yfir á www.sportabler.com/shop/dansakademian. Ef þið viljið nýta frístundastyrkinn 2022 en tryggja ykkur pláss þá þurfið þið að senda tölvupóst á dansakademian@dansakademian.is með nafni iðkanda, kennitölu og hvaða hóp viðkomandi vill skrá sig í. Þannig tryggið þið ykkur pláss en greiðið svo í janúar.
Endilega kynnið ykkur stundaskrá og viðburðardagatal fyrir vorönn 2022 hér á síðunni.
Hlökkum til að dansa með ykkur inn í nýtt ár!
Leiðbeiningar til foreldra og iðkenda vegna Sportabler
17.ágúst 2021
Sportabler er forrit/app sem við hjá Dansakademíunni tökum í notkun til að halda utan um dagskrá og samskipti æfingahópanna. Sportabler, sem er íslenskt vef- og snjallsímaforrti einfaldar alla viðburðastjórnun, samskipti og utanumhald íþróttastarfsins. Með Sportabler fá iðkendur t.d. áminningu fyrir hverja æfingu og viðburð á vegum íþróttafélagsins. Fyrsta skráning (ATH. Þessa á bara við um þá sem eru að skrá sig í fyrsta skipti á Sportabler.)
Leikmenn og foreldrar þetta þurfið þið að gera:
1. Skrá í hóp hér: https://www.sportabler.com/optin
2. Skráið inn réttan kóða fyrir hópinn ykkar
- Barnadans – 3 ára: TPGIW3
- Barnadans – 4 ára: SYK8AS
- Barnadans – 5 ára: NWRQD6
- D hópar – 6-8 ára: 6DWSA7
- A hópar – 9-11 ára: PYAE8E
- N hópar – 12-14 ára: 3S1WCK
- S hópar 15-16 ára: IXTF68
3. Fylla inn skráningaupplýsingar: Velja „Ég er leikmaður“ / „Ég er foreldri“ eftir því sem við á – bæði leikmenn og aðstandendur geta skráð sig.
4. Staðfesta netfang í tölvupósti sem þið fáið frá Sportabler: Smella á „hér“ þá opnast nýr gluggi (Muna eftir að athuga ruslpóst/spam folder)
5. Búa til lykilorð eða skrá sig inn með Facebook (FB gengur einungis ef netfang við skráningu er það sama hjá FB).
6. Allt klárt ! Skrá sig inn og þá ætti „Mín Dagskrá“ að taka á móti ykkur.
(7). Ná í appið – ef þið eruð ekki búin að því (Appstore eða Google play store)
Ef þið lendið í vandræðum má hafa samband við þjónustuver Sportabler í dökku
spjallblöðrunni neðst hægra megin á www.sportabler.com
Leiðbeiningar vegna Sportabler til iðkenda og forráðamanna
6.október 2021


Frí prufuvika 13.-19.september!
27.ágúst 2021
Vikuna 13.-19.september verður frí prufuvika og allir þeir sem vilja prufa velkomnir. Til að skrá sig í prufutíma þarf að senda tölvupóst með nafni á iðkanda, kennitölu og hvaða tíma er óskað eftir.
3 ára: 16:00-16:40 þriðjudaga
4 ára: 16:40-17:20 mánudaga eða 16:00-16:40 fimmtudaga
5 ára: 16:50-17:30 þriðjudaga eða 16:40-17:20 miðvikudaga

Skráning á haustönn 2021 er hafin
30.júní 2021
Skráning á haustönn 2021 stendur nú yfir á www.sportabler.com/shop/dansakademian. Til að tryggja sér pláss í hóp á haustönn 2021 er mikilvægt að skrá sig á biðlista. Til þess að enginn þurfi að greiða námskeiðsgjöld strax þá var eina leiðin að búa til biðlista í kerfinu sem að fólk skráir sig á, en í rauninni væri hægt að kalla þetta forskráningu fyrir haustið. Haft verður samband við alla þá sem skrá sig á biðlista í byrjun ágúst. Við reynum eftir bestu getu að koma öllum að en þeir sem skrá sig fyrst hafa forgang – fyrstur kemur, fyrstur fær!
Stundataflan verður birt í ágúst þegar það liggur fyrir hversu margir ætla sér að sækja dansnám hjá Dansakademíunni. Stefnt er að því að kenna mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga en nákvæmar tímasetningar fyrir hópa liggja ekki fyrir. Fyrir ítarlegri upplýsingar um námið og hópana endilega lesið ykkur til á heimasíðunni. Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband á dansakademian@dansakademian.is.
Hlökkum til að dansa með ykkur í haust!