Skip to content

Dansnámið okkar

Dansnámið okkar er tómstundamiðað jazzballettnám fyrir börn og ungmenni á öllum aldri. Markmið okkar er að skapa gott umhverfi fyrir dansara á hvaða getustigi sem er til að vaxa og dafna. Við viljum skapa stuðningsríkt samfélag í kringum dansskólann þar sem maður eignast nýja vini og skapar ævilangar vináttur! 

Dansnámið okkar

Dansnámið okkar er tómstundamiðað jazzballettnám fyrir börn og ungmenni á öllum aldri. Markmið okkar er að skapa gott umhverfi fyrir dansara á hvaða getustigi sem er til að vaxa og dafna. Við viljum skapa stuðningsríkt samfélag í kringum dansskólann þar sem maður eignast nýja vini og skapar ævilangar vináttur! 

Barnadans fyrir 3-5 ára
D-hópar (6-8 ára)
A-hópar (9-12 ára)
N-hópar (13-16 ára)
dans23-4163-mail
Afrekshópur

Kennarar

BB0031C9-7868-4B42-82E8-39C5F27E47F4_1_201_a
Ástrós Guðjónsdóttir
A46C90A0-1188-459E-9A00-B3BFA3470600_1_201_a
Baldvin Alan Thorarensen
IMG_7810 2
Gerður Guðjónsdóttir

Aðstoðarkennarar

2CF8897C-9426-4B54-A13D-9CEC93552B68_1_201_a
Arna Steinarsdóttir
38496CF5-4B4B-4B3D-9671-8B75AF9C1BC2_1_201_a
Áslaug Rún Davíðsdóttir
18B4C961-D225-49CF-84F4-87CD50C9F2E8_1_201_a
Freydís Erla Birkisdóttir
15BE3DF0-8644-499A-BA01-F13C6AC6F80E_1_201_a
Ylfa Sigvaldadóttir
4ADDE1C0-6107-459A-9542-E431DB431D2F_1_201_a
Ásta Guðrún Freysdóttir
8AEE7637-274D-4341-BEC0-4DDB6F9BDA4F_1_201_a
Bryndís Klara Árnadóttir
D3417320-05CD-48DE-80FE-2C3FA1EF1157_1_201_a
Rakel Rún Sævarsdóttir
Jazzballettnám fyrir 16 ára og eldri

Barnadans 3-5 ára

Í tímunum fyrir börn á aldrinum 3-5 ára leggjum við áherslu á dansgleði og skemmtun!

Við örvum skilningarvitin með litum, takti, leik og notum ímyndunaraflið til að kanna hreyfingarnar okkar. Tímarnir eru 40 mínutur að lengd þar sem lagður er grunnur í jazzballett tækni ásamt skapandi dansi.

Börn eru án foreldra inni í tímum, nema að annað sé tekið fram eða rætt um. Þannig getum við æft okkur og eflt sjálfstæði og frumkvæði nemenda.

Mikilvægt er að muna eftir að mæta með vatnsbrúsa og vera búin að fara á klósettið fyrir tímann!

Klæðnaður í tímum

 • Frjáls æfingafatnaður sem að börnunum líður vel í –  t.d. stuttermabolur, leggings, ballettbolur, hlýrabolur…
 • Hægt að vera á sokkunum, tánum eða í jazzballett/ballettskóm
 • Hár tekið snyrtilega frá andliti

Barnadans 3-5 ára

Í tímunum fyrir börn á aldrinum 3-5 ára leggjum við áherslu á dansgleði og skemmtun!

Við örvum skilningarvitin með litum, takti, leik og notum ímyndunaraflið til að kanna hreyfingarnar okkar. Tímarnir eru 40 mínutur að lengd þar sem lagður er grunnur í jazzballett tækni ásamt skapandi dansi.

Börn eru án foreldra inni í tímum, nema að annað sé tekið fram eða rætt um. Þannig getum við æft okkur og eflt sjálfstæði og frumkvæði nemenda.

Mikilvægt er að muna eftir að mæta með vatnsbrúsa og vera búin að fara á klósettið fyrir tímann!

Klæðnaður í tímum

 • Frjáls æfingafatnaður sem að börnunum líður vel í –  t.d. stuttermabolur, leggings, ballettbolur, hlýrabolur…
 • Hægt að vera á sokkunum, tánum eða í jazzballett/ballettskóm
 • Hár tekið snyrtilega frá andliti

Jazzballettnám fyrir 6-10 ára

Í jazzballetttímum fyrir börn á aldrinum 6-10 ára er dansgleði og skemmtun í fyrirrúmi ásamt ríkri áherslu á jazzballetttækni. Við lærum að vera partur af hóp, hvetjum hvort annað áfram og sköpum trausta liðsheild. Kynntir eru mismunandi dansstílar innan jazzballettsins og lögð er áhersla á leikræna túlkun og tjáningu. Notuð eru tól frá leiklistinni til að efla sjálfstraust og framkomu nemanda sem nýtast jafnframt í danstímunum sem og almennt í lífinu.

Jazzballettnám fyrir 6-10 ára er tilvalið fyrir þá sem vilja heilsueflandi og skemmtilega tómstund!

Klæðnaður í tímum

 • Aðsniðinn æfingafatnaður sem þægilegt er að hreyfa sig í – t.d. leggings, hlýrabolur, stuttbuxur, samfestingur…
 • Hægt að vera á sokkunum eða í jazzballettskóm
 • Hár tekið snyrtilega frá andliti

Jazzballettnám fyrir 6-10 ára

Í jazzballetttímum fyrir börn á aldrinum 6-10 ára er dansgleði og skemmtun í fyrirrúmi ásamt ríkri áherslu á jazzballetttækni. Við lærum að vera partur af hóp, hvetjum hvort annað áfram og sköpum trausta liðsheild. Kynntir eru mismunandi dansstílar innan jazzballettsins og lögð er áhersla á leikræna túlkun og tjáningu. Notuð eru tól frá leiklistinni til að efla sjálfstraust og framkomu nemanda sem nýtast jafnframt í danstímunum sem og almennt í lífinu.

Jazzballettnám fyrir 6-10 ára er tilvalið fyrir þá sem vilja heilsueflandi og skemmtilega tómstund!

Klæðnaður í tímum

 • Aðsniðinn æfingafatnaður sem þægilegt er að hreyfa sig í – t.d. leggings, hlýrabolur, stuttbuxur, samfestingur…
 • Hægt að vera á sokkunum eða í jazzballettskóm
 • Hár tekið snyrtilega frá andliti

Jazzballettnám fyrir 11-16 ára

Jazzballettnám fyrir 11-16 ára er frábær leið til að efla líkamlegan styrk og liðleika. Æft er í hvetjandi andrúmslofti þar sem hverjum og einum er ýtt áfram í formi hvatningar. Enn meiri áhersla er lögð á jazzballetttækni en hjá yngri nemendum. Erfiðleikastig miðast við getustig hvers hóps að hverju sinni en þannig tryggjum við að kennslan sé persónuleg og einstaklingsmiðuð.

Við teljum einstaklega mikilvægt að efla sjálfstraust hjá unglingum og viljum ýta undir þá tilfinningu að hverjum og einum líði vel í eigin skinni.

Klæðnaður í tímum

 • Aðsniðinn æfingafatnaður sem þægilegt er að hreyfa sig í – t.d. leggings, hlýrabolur, stuttbuxur, samfestingur…
 • Hægt að vera á sokkunum eða í jazzballettskóm
 • Hár tekið snyrtilega frá andliti

Jazzballettnám fyrir 11-16 ára

Jazzballettnám fyrir 11-16 ára er frábær leið til að efla líkamlegan styrk og liðleika. Æft er í hvetjandi andrúmslofti þar sem hverjum og einum er ýtt áfram í formi hvatningar. Enn meiri áhersla er lögð á jazzballetttækni en hjá yngri nemendum. Erfiðleikastig miðast við getustig hvers hóps að hverju sinni en þannig tryggjum við að kennslan sé persónuleg og einstaklingsmiðuð.

Við teljum einstaklega mikilvægt að efla sjálfstraust hjá unglingum og viljum ýta undir þá tilfinningu að hverjum og einum líði vel í eigin skinni. 

Klæðnaður í tímum

 • Aðsniðinn æfingafatnaður sem þægilegt er að hreyfa sig í – t.d. leggings, hlýrabolur, stuttbuxur, samfestingur…
 • Hægt að vera á sokkunum eða í jazzballettskóm
 • Hár tekið snyrtilega frá andliti

Jazzballettnám fyrir 16 ára og eldri

Jazzballettnám fyrir 16 ára og eldri er frábær leið til að stunda skemmtilega líkamsþjálfun í góðum félagsskap!

Við æfum í hvetjandi andrúmslofti þar sem hverjum og einum er ýtt áfram í formi hvatningar. Rík áhersla lögð á að efla líkamlegan styrk og liðleika. Enn meiri áhersla er lögð á jazzballetttækni en hjá yngri nemendum. Erfiðleikastig miðast við getustig hvers hóps að hverju sinni en þannig tryggjum við að kennslan sé persónuleg og einstaklingsmiðuð.

Klæðnaður í tímum

 • Aðsniðinn æfingafatnaður sem þægilegt er að hreyfa sig í – t.d. leggings, hlýrabolur, stuttbuxur, samfestingur…
 • Hægt að vera á sokkunum eða í jazzballettskóm
 • Hár tekið snyrtilega frá andliti
 • – Aðsniðinn æfingafatnaður sem þægilegt er að hreyfa sig í – t.d. leggings, hlýrabolur, stuttbuxur, samfestingur…
 • – Hægt að vera á sokkunum eða í jazzballettskóm
 • – Hár tekið snyrtilega frá andliti

Kennarar

Ástrós Guðjónsdóttir

Ástrós er 25 ára dansari, danskennari og danshöfundur sem hefur mikla ástríðu fyrir kennslu. Ástrós útskrifaðist með BA gráðu í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands í janúar 2019. Síðastliðin ár hefur Ástrós dansað með hljómsveitinni Hatari ásamt því að byggja upp sviðslistahópinn RVK Dance Project með samstarfskonum sínum. Ástrós brennur einstaklega fyrir því að byggja upp dans- og sviðslistir hjá yngri kynslóðinni.

Gerður Guðjónsdóttir

Gerður er 30 ára danskennari, danshöfundur og viðskiptafræðingur. Gerður útskrifaðist með BA gráðu í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands árið 2015. Hún hefur alla sína tíð haft gríðarlegan áhuga á dansi, sköpun og kennslu. Neistinn fyrir kennslu kviknaði snemma en frá 16 ára aldri hefur hún kennt ungum sem öldnum samtímadans og jazzballett. 

Inga Sjöfn Sverrisdóttir

Inga Sjöfn er 35 ára danskennari, danshöfundur og sjúkraþjálfari. Inga Sjöfn hefur frá unga aldri haft mikla ástríðu fyrir dansinum og fann sárlega fyrir vöntun á dansnámi á Selfossi þegar hún var ung. Hún hefur verið að kenna bæði ungum sem öldnum síðan hún var 15 ára gömul og veit ekkert betra en að vinna að skapandi verkefnum og sjá árangur hjá nemendum sínum.

Fullorðinsnámskeið

Fullorðinsnámskeiðin okkar eru hugsuð fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem vilja stunda skemmtilega en krefjandi líkamsþjálfun í góðum félagsskap. Rík áhersla er lögð á að efla líkamlegan styrk og liðleika í gegnum dansþjálfun. Tímarnir eru 75 mínutur að lengd sem henta bæði byrjendum og lengra komnum.

Kennt verður 2x í viku í 6 vikna námskeiðum þar sem hvert námskeið er auglýst að hverju sinni.