Skip to content

Barnadans

Dans fyrir 3-5 ára

Barnadans

Dans fyrir 3-5 ára

Um tímana

Í tímunum fyrir börn á aldrinum 3-5 ára leggjum við áherslu á dansgleði og skemmtun! Við örvum skilningarvitin með litum, takti, leik og notum ímyndunaraflið til að kanna hreyfingarnar okkar. Tímarnir eru 40 mínutur að lengd þar sem lagður er grunnur í jazzballett tækni ásamt skapandi dansi. Börn eru án foreldra inni í tímum, nema að annað sé tekið fram eða rætt um. Þannig getum við æft okkur og eflt sjálfstæði og frumkvæði barnanna.

Mikilvægt er að muna eftir að mæta með vatnsbrúsa og vera búin að fara á klósettið fyrir tímann.

Klæðnaður í tímum

  • Frjáls æfingafatnaður sem að börnunum líður vel í –  t.d. stuttermabolur, leggings, ballettbolur, hlýrabolur…
  • Hægt að vera á sokkunum, tánum eða í jazzballett/ballettskóm
  • Hár tekið snyrtilega frá andliti í teygju

Hópar í boði á haustönn 2023

Hópar í boði á
haustönn 2023

Selfoss                                     
Tunglskinshópur – börn fædd 2019 og 2020, 3-4 ára   

Fimmtudaga kl.16:40-17:20. Kennari er Ástrós.
Skýjahópur – börn fædd 2019 og 2020, 3-4 ára   
Miðvikudaga kl.16:50-17:30. Kennari er Ástrós
Stjörnuhópur – börn fædd 2018 og 2019, 4-5 ára
Þriðjudaga kl.16:40-17:20. Kennari er Ástrós
Norðurljósahópur – börn fædd 2018, 5 ára
Mánudaga kl.16:50-17:30. Kennari er Ástrós

 

Barnadans fyrir leikskólaaldur

Gagnlegar upplýsingar

Þegar börn stíga sín fyrstu skref í tómstundum er nauðsynlegt fyrir foreldra að taka þátt í undirbúningnum og upplifuninni hjá börnunum. Við leggjum mikið upp úr samskiptum og samvinnu við foreldra til að yngstu nemendur okkar finni fyrir öryggi og öðlist jákvæða upplifun á dansnámi. Við biðjum foreldra um að undirbúa börnin undir það að foreldrar bíði frammi á meðan að tímanum stendur til að efla sjálfstæði barnanna. Í einstaka tilfellum þarfnast sum börn frekari stuðnings frá foreldra og þá er þeim foreldra boðið að sitja inni í tímanum.

Við minnum á að fara með börnin á klósettið fyrir tímann og mikilvægt er að mæta með vatnsbrúsa í tíma.

Eftirfarandi námskeið eru í boði:

3 ára með foreldrum

16.maí – 5.júní

Tímasetning: Fimmtudagar kl.16:30-17:10

Kennarar: Gerður og Kristín Hanna

Stutt námskeið fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í danssalnum þar sem foreldrar taka þátt í tímunum með barninu sínu. Vegna fjölda plássa er einungis eitt foreldri með hverju barni.

Nánari upplýsingar og skráning hér


4-5 ára framhalds- og nýnemar

16.maí – 17.júní

Tímasetning: Miðvikudagar kl.16:15-16:55

Kennarar: Kristín Hanna og Dóra Rún

Blandað námskeið fyrir börn sem hafa stundað dans áður og eru að stíga sín fyrstu skref í dansinum. Í tímunum fyrir 4-5 ára reynum við að halda foreldrum utan danssalsins og leyfa börnunum að koma ein í tímann til að efla sjálfstæði þeirra. 

Nánari upplýsingar og skráning hér


5-6 ára framhalds- og nýnemar

16.maí – 17.júní

Tímasetning: Mánudagar kl.16:15-16:55

Kennarar: Kristín Hanna og Dóra Rún

Blandað sumarnámskeið fyrir börn sem hafa stundað dans og fyrir þá sem vilja prófa dans. Í tímunum fyrir 5-6 ára reynum við að halda foreldrum utan danssalsins og leyfa börnunum að koma ein í tímann til að efla sjálfstæði þeirra. 

Nánari upplýsingar og skráning hér