Barnadans fyrir leikskólaaldur

Gagnlegar upplýsingar
Þegar börn stíga sín fyrstu skref í tómstundum er nauðsynlegt fyrir foreldra að taka þátt í undirbúningnum og upplifuninni hjá börnunum. Við leggjum mikið upp úr samskiptum og samvinnu við foreldra til að yngstu nemendur okkar finni fyrir öryggi og öðlist jákvæða upplifun á dansnámi. Við biðjum foreldra um að undirbúa börnin undir það að foreldrar bíði frammi á meðan að tímanum stendur til að efla sjálfstæði barnanna. Í einstaka tilfellum þarfnast sum börn frekari stuðnings frá foreldra og þá er þeim foreldra boðið að sitja inni í tímanum.
Við minnum á að fara með börnin á klósettið fyrir tímann og mikilvægt er að mæta með vatnsbrúsa í tíma.
Eftirfarandi námskeið eru í boði:
3 ára með foreldrum
16.maí – 5.júní
Tímasetning: Fimmtudagar kl.16:30-17:10
Kennarar: Gerður og Kristín Hanna
Stutt námskeið fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í danssalnum þar sem foreldrar taka þátt í tímunum með barninu sínu. Vegna fjölda plássa er einungis eitt foreldri með hverju barni.
Nánari upplýsingar og skráning hér
4-5 ára framhalds- og nýnemar
16.maí – 17.júní
Tímasetning: Miðvikudagar kl.16:15-16:55
Kennarar: Kristín Hanna og Dóra Rún
Blandað námskeið fyrir börn sem hafa stundað dans áður og eru að stíga sín fyrstu skref í dansinum. Í tímunum fyrir 4-5 ára reynum við að halda foreldrum utan danssalsins og leyfa börnunum að koma ein í tímann til að efla sjálfstæði þeirra.
Nánari upplýsingar og skráning hér
5-6 ára framhalds- og nýnemar
16.maí – 17.júní
Tímasetning: Mánudagar kl.16:15-16:55
Kennarar: Kristín Hanna og Dóra Rún
Blandað sumarnámskeið fyrir börn sem hafa stundað dans og fyrir þá sem vilja prófa dans. Í tímunum fyrir 5-6 ára reynum við að halda foreldrum utan danssalsins og leyfa börnunum að koma ein í tímann til að efla sjálfstæði þeirra.
Nánari upplýsingar og skráning hér