Skip to content

Afrekshópur

Fyrir nemendur 10 ára og eldri

Afrekshópur

Afrekshópur Dansakademíunnar er fyrir metnaðarfulla og dansþyrsta nemendur sem vilja krefjandi en skemmtilega þjálfun. Nemendur fá tækifæri til að koma oftar fram og taka þátt í danskeppnum. Afrekshópur er viðbótarnám samhliða hefðbundnu dansnámi og því verða nemendur að æfa í sínum heimahópi (A eða N hópi) til að eiga möguleika á að vera partur af Afrekshópi.

Næst verða haldnar inntökuprufur í afrekshóp í september 2023 fyrir skólaárið 2023-2024. Ef að nemandi kemst inn þá skuldbindur hann sig að vera í afrekshóp bæði á haust- og vorönn og fara í keppnis/æfingaferð sumarið 2024. Foreldrafélag afrekshópsins mun þurfa að standa fyrir fjáröflun og er ætlast til að allir séu virkir í því starfi. 

Æfingatímar

Dansæfingar:
Mánudaga og miðvikudaga kl.19:00-20:15

Danstækni:
Föstudaga kl.15:00-16:00

Æfingagjöld

Haustönn………………………………….44.900.-
Vorönn………………………………………44.900.-

Ath. Keppnisgjöld eru ekki innifalin í æfingagjöldunum.