Skip to content

A-hópar

Jazzballett fyrir 9-12 ára

A-hópar

Jazzballett fyrir 9-12 ára

Um tímana

Í jazzballetttímum fyrir börn á aldrinum 9-12 ára er dansgleði og skemmtun í fyrirrúmi ásamt ríkri áherslu á jazzballetttækni. Æft er í hvetjandi andrúmslofti þar sem hverjum og einum er ýtt áfram í formi hvatningar. Enn meiri áhersla er lögð á jazzballetttækni en hjá yngri nemendum. Erfiðleikastig miðast við getustig hvers hóps að hverju sinni en þannig tryggjum við að kennslan sé persónuleg og einstaklingsmiðuð. Notuð eru tól frá leiklistinni til að efla sjálfstraust og framkomu nemenda sem nýtast jafnframt í danstímum sem og almennt í lífinu!

Jazzballettnám fyrir 9-12 ára er tilvalið fyrir þá sem vilja heilsueflandi og skemmtilega tómstund!

Klæðnaður í tímum

  • Aðsniðinn æfingafatnaður sem þægilegt er að hreyfa sig í – t.d. leggings, hlýrabolur, stuttbuxur, samfestingur…
  • Hægt að vera á sokkunum eða í jazzballettskóm
  • Hár tekið snyrtilega frá andliti í teygju

Hópar í boði á haustönn 2023

Hópar í boði á
haustönn 2023

Selfoss                                     
A1 – börn fædd 2012 og 2011, 11-12 ára   

Þriðjudaga og fimmtudaga kl.15:15-16:30. Kennari er Baldvin.
A2 – börn fædd 2014 og 2013, 9-10 ára   
Þriðjudaga og fimmtudaga kl.17:30-18:30. Kennari er Ástrós.
A3 – börn fædd 2014 og 2013, 9-10 ára   
Þriðkudaga og fimmtudaga kl.14:10-15:10. Kennari er Baldvin.

Hveragerði
A4 – börn fædd 2014 og 2013, 9-10 ára 
Mánudaga og miðvikudaga kl.14:15-15:15. Kennari er Baldvin.

Jazzballett 10-12 ára

IMG_6414

Eftirfarandi námskeið eru í boði:

10-12 ára framhalds- og nýnemar

16.maí – 17.júní

Tímasetningar: Þriðjudagar og fimmtudagar kl.15:15-16:15

Kennari: Gerður

Sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 10-12 ára þar sem allir eru velkomnir sama hvort þeir hafi æft dans áður eða ekki! Í jazzballetttímum er dansgleði og skemmtun í fyrirrúmi ásamt ríkri áherslu á jazzballett tækni. Við æfum í hvetjandi andrúmslofti þar sem hverjum og einum er ýtt áfram í formi hvatningar. Við teljum einstaklega mikilvægt að efla sjálfstraust hjá unglingum og viljum ýta undir þá tilfinningu að hverjum og einum líði vel í eigin skinni. Tímarnir eru 60 mínutur að lengd þar sem stefnt er að efla líkamlegan styrk, jafnvægi og liðleika.

Nánari upplýsingar og skráning hér