Skip to content

D-hópar

Jazzballett fyrir 6-8 ára

D-hópar

Jazzballett fyrir 6-8 ára

Um tímana

Í jazzballetttímum fyrir börn á aldrinum 6-8 ára er dansgleði og skemmtun í fyrirrúmi ásamt ríkri áherslu á jazzballetttækni. Við lærum að vera partur af hóp, hvetjum hvort annað áfram og sköpum trausta liðsheild. Kynntir eru mismunandi dansstílar innan jazzballettsins og lögð er áhersla á leikræna túlkun og tjáningu. Notuð eru tól frá leiklistinni til að efla sjálfstraust og framkomu nemanda sem nýtast jafnframt í danstímunum sem og almennt í lífinu.

Jazzballettnám fyrir 6-8 ára er tilvalið fyrir þá sem vilja heilsueflandi og skemmtilega tómstund!

Klæðnaður í tímum

  • Aðsniðinn æfingafatnaður sem þægilegt er að hreyfa sig í – t.d. leggings, hlýrabolur, stuttbuxur, samfestingur…
  • Hægt að vera á sokkunum eða í jazzballettskóm
  • Hár tekið snyrtilega frá andliti í teygju

Hópar í boði á haustönn 2023

Hópar í boði á
haustönn 2023

Selfoss                                     
D1 – börn fædd 2017 og 2016, 6-7 ára   

Mánudaga og miðvikudaga kl.15:40-16:40. Kennari er Ástrós.
D2 – börn fædd 2016 og 2015, 7-8 ára   
Mánudaga og miðvikudaga kl.14:30-15:30. Kennari er Ástrós.

Hveragerði
D3 – börn fædd 2017, 2016 og 2015, 6-8 ára 
Mánudaga og miðvikudaga kl.15:20-16:20. Kennari er Baldvin.

IMG_4063
IMG_6557 2

Eftirfarandi námskeið eru í boði:

7-9 ára framhalds- og nýnemar

16.maí – 17.júní

Tímasetningar: Mánudagar og miðvikudagar kl.17:00-18:00

Kennari: Dóra Rún

Sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 7-9 ára þar sem allir eru velkomnir sama hvort þeir hafi æft dans áður eða ekki! Í jazzballetttímum er dansgleði og skemmtun í fyrirrúmi ásamt ríkri áherslu á jazzballett tækni. Við lærum að vera partur hóp, hvetjum hvort annað áfram og sköpum trausta liðsheild. Tímarnir eru 60 mínutur að lengd þar sem stefnt er að efla líkamlegan styrk, jafnvægi og liðleika.

Nánari upplýsingar og skráning hér