Um Dansakademíuna
Dansakademían býður upp á tómstundamiðað jazzballettnám fyrir börn og ungmenni á öllum aldri. Markmið Dansakademíunnar er að skapa gott umhverfi fyrir dansara á hvaða getustigi sem er til að vaxa og dafna. Við viljum skapa stuðningsríkt samfélag í kringum dansskólann þar sem maður eignast nýja vini og skapar ævilangar vináttur. Kennarar skólans hjálpa nemendum að auka sjálfstraust og efla sjálfstæði þeirra. Við trúum því að dans geti breytt lífi hvers og eins og leggja kennarar skólans sig alla fram við að skilja nemendur eftir með bros á vör í lok hvers tíma.
Við erum staðsett á Eyravegi 38, 800 Selfossi
Húsnæðið opnar 10 mínutum fyrir fyrsta tíma dagsins.
Hægt er að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst dansakademian@dansakademian.is eða á Facebook síðu skólans
Dansakademían
Hvar er Dansakademían?
Dansstúdíó Dansakademíunnar er í Vallaskóla – Sólvöllum 2, 800 Selfoss.
Gengið er inn um inngang íþróttahússins.


